takkforside-1

Frá fyrstu kynnum að farsælu sambandi

Við sækjum færi, öflum viðskiptavina, ræktum viðskiptasambönd og sjáum um rekstur á viðskiptasamfélögum.

Takk vinnur með fyrirtækjum og félagasamtökum að samskiptum sem hafa að markmiði að sækja færi (leads), afla styrktaraðila/viðskiptavina, auka traust og rækta viðskiptasambönd. Takk annast einnig rekstur á styrktar- og vildarsamfélögum.

Takk er markaðsfyrirtæki sem notar síma, tölvupóst, skilaboð, viðburði og auglýsingar til þess að búa til samskiptakeðjur. Samskiptakeðja er ferillinn frá fyrsta áhuga að farsælu viðskiptasambandi.

icon3-1

Félagasamtök

Takk byggir upp styrtarsamfélög með félagasamtökum. Stór og smá góðgerðafélög byggja tilveru sína á stuðningi einstaklinga. Takk vinnur með fjölbreyttum hætti með yfir 25 ólíkum félagasamtökum.

icon1-1

Fyrirtæki

Við sækjum færi, öflum nýrra viðskiptavina og önnumst reglubundin samskipti fyrir fyrirtæki. Skipulögð samskipti eru öflugt markaðstæki, viðskiptavinir okkar ná góðum markaðslegum árangri í samstarfi við Takk.

Hjá Takk starfa sérfræðingar í markaðsmálum, sölu, fjáröflun, viðskiptatryggð, persónuvernd, samfélagsmiðlum og textagerð. Hvergi á Íslandi er samankomin álíka reynsla í fjáröflun.

Hjá okkur starfar líka hópur ungs fólks sem hefur unnið með okkur að samskiptum árum saman. Með elju, útsjónasemi og dugnaði hefur þessi hópur tryggt mörgum af viðskiptavinum okkar ótrúlegan árangur í ólíkum verkefnum.

VIÐ HLÖKKUM TIL AÐ HEYRA FRÁ ÞÉR.

takksamskipti @takksamskipti.is

580 8080

Nóatúni 17 105 Reykjavík

fyrirmyndar_fyrirtaeki_2018-129x141